Sérsmíðaður pakki er pakkaeining með möguleika að leyfa notendum að velja ákveðnar vörur í pakkann. Þetta getur verið gagnlegt þegar þú vilt t.d. selja stuðningsvörur samhliða annari vöru. Sem dæmi er hægt að bæta við reiðhjólahjálm, standara og bjöllu þegar notendur kaupa reiðhjól.
Þegar pakkinn er settur upp er hægt að bæta við skrefum og í hverju skrefi eru vörur sem notendur velja á milli. Þessar vörur hafa möguleika á að vera innifaldar í pakkanum eða seldar aukalega, sem einskonar add-on. Einnig er hægt að stilla lágmarksfjölda af tiltekinni vöru eða hámarksfjölda.
Fyrsta skrefið er að stofna nýja vöru, sem þarf að innihalda mynd, SKU (vörunúmer) og verð.
Þar neðar er hægt að velja Product data og þar er valið Composite product. Gott að setja strax inn verð og vörunúmer (undir Inventory)

Næsta skref er að bæta við einingum (Add Componet)

Hver skref inniheldur svo þær vörur sem þú vilt bjóða til að velja. Notendur velja aðeins eina af þessum vörum í hverju skrefi. Ef þú vilt bjóða sömu vörur aftur þá þarf að setja þær upp aftur í næsta skrefi.

Optional möguleiki þýðir að þessi vara er valmöguleiki en ekki nauðsynlegt að velja.
Einnig hægt að stilla lágmark og hámark.
Ef hakað er í Priced Individually þá bætist verðið á vörunni við heildar pakkann.

Þegar allt er klárt er hægt að birta vöruna.
Í framenda lítur þetta svona út.

Hér er hægt að sjá dæmi um sérsmíðaðann pakka.
Hafðu samband við Kaktus fyrir nánari upplýsingar um þessa virkni.