Undir Global Blocks þarf að búa til nýjann póst „Add Post“ og skýra hana pop-ups (slug þarf að vera „pop-ups“)
Þar er pop ups bætt við og undir það er hægt að bæta við pop up. Það er því hægt að hafa marga Pop up sem geta t.d. verið með ólíka tímasetningu eða birtast á ólíkum undirsíðum.

Þegar þú hefur bætta við bæði Pop ups og svo Pop up.
Undir Pop up er sett layout og columns eftir þörfum.
Layout uppsetningin er eins hver önnur síða (page). Þú setur inn fyrirsögn og texta eftir þörfum og t.d form til að ská á póstlista eða aðrar tilkynningar. .

Pop-up name er bara við okkur til að aðskilja blokkir.
Í stillingum hægra megin undir blokk er að finna stillingar fyrir popup blokkina.
Styles:
Hægt að haka við is min width og þá getur maður átt við hversu breiður glugginn er miða við skjástærð
Whitelist:
Þar er hægt að setja inn /verslun og þá birtist popup aðeins þegar farið er inn á síðu /verslun
Hægt er að haka við checkbox fyrir neðan „Only perfect whitelist matches“ en þá myndi popup bara birtast á /verslun en ekki undirsíðum eins og /verslun/kaktus
Hægt er að láta popup birtast aftur eftir x fjölda klukkustunda en þá er númer sett í boxið þar. Ef ekkert númer er valið þá birtist popup bara einu sinni.
Ef átt er við stillingar á popup glugga verður til nýtt id og birtist þá popup gluggi aftur fyrir viðskiptavin næst þegar hann fer inn á síðuna.
Nauðsynlegt er að builda framenda aftur eftir að breytingar hafa verið gerðar á global blocks.
Hafðu samband við Kaktus fyrir nánari upplýsingar um þessa virkni.