Með stjórnun skuldunauta viðbótinni er hægt að stilla vöruframboð til einstakra viðskiptavina. Þannig getur verið mismunandi á milli viðskiptavina hvaða vörur viðkomandi getur keypt. Hægt er að stilla vöruflokk, vörumerki eða einstakar vörur.
Skuldunautur
Hér er hægt að sjá yfirlit yfir sýnileika vara, vörumerkja og vöruflokka fyrir ákveðna skuldunauta.
Ef skuldunautur sem þú vilt skrá vörur fyrir finnst ekki í töflunni, getur það verið vegna þess að viðkomandi hefur ekki skráð sig á síðuna ennþá. Þá er hægt að sýsla við hann með því að smella á „Skrá vörur á nýjan skuldunaut“.
Ef skuldunautur finnst ekki í leitinni, getur það einnig stafað af því að honum var nýlega bætt við í DK. Dagleg keyrsla uppfærir lista yfir skuldunauta á vefnum. Nýlega skráðir skuldunautar í dk geta tekið allt að 24 tíma að birtast í leitinni.

Í flipanum „Skuldunautar“ getur þú auðveldlega sýslað með einstakar vörur með því að smella á „+“ undir Breyta vörum. Auðvelt er að bæta við vöru sem þú getur þú leitað eftir nafni eða vörunúmeri. Einnig auðvelt að taka út vöru.
Vörumerki (Brands)
Hér er yfirlit yfir ölla skuldunauta og öllum virkum vörumerkjum í WooCommerce. Hægt er að leita eftir skuldunautum með nafni eða kennitölu og togla vörumerki af eða á.
Þegar allt er klárt smellir þú á „Uppfæra vörur“ til að vista stillingar. Það getur tekið 5-10 mínútur fyrir allt að uppfærast í framenda á vefsíðunni.

Vöruflokkar (Category)
Með sama hætti og vörumerki er auðvelt að toga on/off á einstaka skuldunauta.

Vörustaða
Þessi síða er einskonar yfirlits síða fyrir vörur fyrir tiltekinn skuldunaut.
Þetta er hugsað til að athuga hvort ákveðin vara er sýnileg eða ekki. Sem samt þú slærð inn nafn eða kennitölu skuldunautar og leita svo eftir vöru sem þú vilt athuga.
Ef þú vilt uppfæra stöðunna á vörunni þá ferð þú í Skuldunautur flipann og finnur skuldunaut og ýtir svo á + til að sýsla með vörur.
